Top Social

Heima er best

July 30, 2017
sunnudagskvöld heima,
góð helgi er á enda og ný vika framundan.
Ég ætla að bjóða ykkur aðeins í stutta heimsókn í kvöld


Ég á eldgamalnn dúkkuvagn sem stendur og nýtur sín í stofnuni eða borðstofuni

og mig langar að sýna ykkur gamla undurfallega vagnteppið sem er í honum,
teppið fann ég í skúffu hjá mömmu og er algjör dásemd og svo fullkomið í vagninn og passar svo vel her heima.....
Er þetta ekki algjör dásemd?
Hafið það sem allra best,
kær kveðja
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Miss Mustard Seed´s Look Book.... meira en bara myndabók

July 26, 2017

Vissir þú að upplýsingar, fróðleikur og fallegar myndir um Miss mustard seed´s milk paint vörurnar er ekki aðeins að finna á netinu, heldur getur þú líka flett í gegnum falleg og vönduð tímarít til að sækja þér innblástur....
Ég nýt þess að eiga góða stund, fletta í gegnum mín eintök meðan ég drekk kaffibollann minn og langar að segja þér aðeins frá Look Book eitt og tvö!

LOOK BOOK 1
Look book eitt er svo mikið meira en bara ljósmyndabók....  þetta er myndarlegt tímarit með meira en 130 blaðsíðum af upplýsingum, innblæstri og hvatningu.  Þegar þú flettir í gegnum þykkt, myndum þakið tímaritið,  finnurðu fyrir & eftir, kennsluefni, trix og innanbúðar ráð, þannig að þú vilt bara grípa pensil og MMSMP vörurnar þínar og byrja að skapa eithvað fallegt!




LOOK BOOK 2
 Look book tvö var gert til að kynna litina sex í Miss Mustard Seed´s Milk Paint Evrópu línuni , en loka útkoman bíður uppá svo mikið meira! Greinar um að blanda saman vaxi, nota bíflugnavaxið til að hrinda frá málninguni, margar leiðir til að nota Tough coat, hrá mjólkurmálningin, litur + áferð og svo mikið meira. Yfir 100 blaðsíður af innblæstri og upplýsingum í fallega uppsettu tímariti, sem fá þig til að blanda þér smá málningu, taka upp pensilinn og breyta til heima hjá þér!









Að lokum er hér að neðan  lítið video af Instagram síðuni okkar þar sem við flettum saman í gegnum Look Book eitt og tvö.

Look book eitt og tvö eru til sölu hjá Svo Margt Fallegt og í netversluninni. Næst þegar þú kemur í heimsókn á vinnustofuna prufaðu að fletta í gegnum þau til að fá innblástur, því sjón er sögu ríkari og tímaritin eru bæði einstaklega fallegt, með skemmtilegri mattri áferð og stútfull af dásamlega fallegum myndum.


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Fallegt Heimili Þar Sem Rauði Þráðurinn er Skandinavískur, Hvítur og Svartur Rustic Stíll.

July 24, 2017

























Photo: Carina Olander
hemtrevligt.se

Takk fyrir innlitið með mér,
bestu kveðjur,
Stína Sæm


ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Í fríi í bænum puerto de santiago á Tenrife

July 22, 2017
Við hjónin skelltum okkur, með mjög stuttum fyrirvara í vikufrí til Tenerife, 
planið var að vera í viku í sumarbústað í Íslenskri sveit.... en veðurspáin var nú ekki svo mjög spennandi þá viku og við rákumst á ferð á spottprís með Heimsferðum, svo við pökkuðum niður stuttbuxum og sólarvörn og hoppuðum í næstu vel til Tenerife.

þessi póstur er langur og fullt fullt af myndum, svo ég mæli með að þið fyllið á kaffibollann, nú eða opnið einn kaldan til að vera í takt við blogginnihaldið ;)


Ferðinni var heitið í litla fiskimannabæinn Puerto de Santiago, sem er greinilega langt frá því að vera vinsælasti ferðamannastaðurinn á eyjuni fögru, lítið um að vera þannig lagað en endalaust af gönguleiðum, fögrum stígum, klettótar strendur og nóg af góðum veingastöðum og börum....
sem sagt fullkomin staður fyrir okkur sem viljum helst ganga um gömul stræti og finna vott af heimamenningu.

Girnileg Hjónabandssæla og ömmugullið á Sætum Sunnudegi

July 9, 2017



Hún Kathy hans pabba bakaði þessa ljúfengu Hjónabandsælu um daginn 
og kom með færandi hendi.



Hjónabandsæla var í miklu uppáhaldi hjá mér sem krakka og ég tengi hana alltaf við elsku Öllu mína sem ég var í sveit hjá og svona uppáhalds kaka missir ekki titilinn með árunum svo mikið er víst!
Mér finst hún alltaf jafn dásamlega góð.
Svo kom ömmugullið í heimsókn og það er greinilegt að hún er með sömu kökugeninn og amma sín... 







Ég var búin að leggja frá mér myndavelina og sú stutta byrjuð á seniðinni þegar ég stóðst ekki að smella af nokkrum í viðbót...


Sjáið bara þessa krúttlegu litlu hendi!



Heimabökuð hjónabandsæla og mjólkurglas.... 
já við erum alveg sáttar við það !!





Stundum er mesta fegurðin í þessu hversdagslega.

Hafið það sem allra best í dag.
Kær kveðja,
Amma Stína og Íris Lind.

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Virkilega Stílhreint og Fallegt Heimili í Barselona

July 6, 2017
Á meðan ég er að njóta lífsing í sól og sælu á Tenerife ætla ég að halda áfram að deila með ykkur sumarlegum og fallegum innlitum frá heitari slóðum.
Hér er fallegt heimili í Barselona.










Njótið dagsins í dag.
kær kveðja
Stína Sæm

ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan, svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.

Sumar Innlit á Italíu

July 5, 2017
Komið með mér til Ítalíu í heimsókn á heimili sem virkilega kemur á óvart, 
en hér er klassískur suðrænn stíllin, útfærður í svörtu og hvítu og kriddað með grunnlitunum grænum rauðm og bláum.



Innlit í sól og sælu á spáni

July 3, 2017
 Mér finst alltaf ofboðslega gaman og heillandi að leita uppi og deila með ykkur fallegum innlitum frá Spáni eða öðrum heitum svæðum á sumrin.... og þá sérstaklega þegar ég er sjálf á leið í sólina eins og núna. 
Þannig að endilega komið með mér í smá heimsókn til spánar í dag.


Auto Post Signature

Auto Post  Signature