Ég renndi með systur minni í nágrannaferð um daginn.....
við sem sagt fórum í einn nágrannabæinn, Grindavík.
Til að kíka á nokkrar duglegar kjarnakonur þar í bæ....
Við byrjuðum að sjálfsögðu á því að fá okkur að borða hjá höllu,
enda ekki hægt að komast inní Grindavík án þess að koma þar við...
það er bara svoleiðis!
Halla var búin að skreyta hjá sér... einfalt, stílhreint og óósvo fallegt hjá henni,
eins og staðurinn er allur.
Þessi tré eru bara æði og taka á móti þér þegar inn er komið,
Gordjöss.
Ef þú átt leið inní Grindavík, kíktu á höllu, það er alveg nauðsynlegt,
staðurinn er töff og hlýlegur og maturinn, dásamlega góður, hollur og að sjálfsögðu alltaf smekklega framborin.
Svo kíktum við á VIGT
en það er dásamlegt lítið fyrir tæki sem er samstarf, móður og þriggja dætra,
Mæðgurnar hafa með ólíka menntun og reynslu sameinað krafta sína við framleiðslu ýmissa muna til heimilisprýði.
Gefum þeim orðið til að lýsa starseminni:
"Sameiginlegur áhugi okkar kemur til eftir að hafa lifað og hrærst í heimi innréttinga- og mannvirkjagerðar en allar höfum við starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu, Grindin ehf, sem hefur frá árinu 1979 byggt fjölda húsnæða og innréttað.
Við framleiðslu á okkar vörum nýtum við meðal annars aðgengi og kunnáttu á tækjakosti trésmíðaverkstæðisins sem og það efni sem fellur til.
VIGT er starfrækt í húsnæði sem á árum áður hýsti Hafnarvigt Grindavíkur og þaðan er nafnið dregið."
Hulda | Arna | Hrefna | Guðfinna
og svo er algjör dásemd að skoða Instagram profílinn þeirra þar sem einn þeirra er ljósmyndari
Myndir í eigu Vigt.
Með kveðju
Stína
ps. Ef ykkur likar þessi póstur megið þið gjarnan klikka á fb takkann hér að neðan,
svo ég sjái betur hvað ykkur líkar best.