Top Social

franskur fjallabústaður

January 31, 2013
Er ég nokkuð ein um að heillast að stórum glæsilegum bjálkahúsum um miðjan vetur?
Hér kemur enn eitt innlitið í fallegann franskann bjálkabústað fyrir þá sem vilja láta sig dreyma  um kósý vetrarfrí.


nýjir straumar á heimilinu

January 29, 2013
Það sem var gert algerlega útlægt af heimilinu, er nú aftur orðið eftirsóknarvert í meira lagi...
.

Kopar, litað gler og grófur hrár viður, var fyrir bara örstuttu síðan allsnarlega málað, spreyjað eða einfaldlega  rekið með skömm út af heimilinu...
en eins og þið hafið nú séð áður þá er það ört að breytast.

En það er svo gaman að taka nýjar stefnur og breyta algerlega til í smáhlutunum á heimilinu,
og litaða glerið og koparinn er svo sannarlega hið nýja gamla.

og svona lítur hillan í stofunni út í dag.
Litirnir og stíllinn sem ég sýndi ykkur í forstofunni um daginn, er sem sagt komið hingað inn og mér finst þetta skemmtileg tilbreyting með öllu þessu hvíta.


Hvernig líkar ykkur ?
Er þetta geyma eða gleyma?



Stína Sæm



sætur sunnudagur

January 27, 2013



Stína Sæm



og það snjóaði í nótt......

January 26, 2013












Stína Sæm




Góða helgi

January 25, 2013
Það er kominn enn einn dásamlegur föstudagur 
og alveg örugglega góð helgi frammundan.


Í veðurkortunum  fyrir helgina sá ég örlitla snjókommu, 
sem gaf mér vonarglætu um smá hvíta útistemningu. 
Ætli það verði kanski hægt að fara á skauta?

Eigið góða helgi elskurnar
Stína Sæm



frá Lene Bjerre design.

January 24, 2013









Stína Sæm



innlit á fallegt heimili

January 23, 2013
Þetta einstaklega fallega gamla tréhús er í Svíðjóð og tilheyrir nú þriðju kynslóð,
en Mari og Markus Gustafsson keyptu húsið fyrir átta árum síðan og hafa gert það upp í fallegum gömlum stíl. Afi Mari átti húsið og pabbi hennar fæddist í því, svo byggði afinn stærra hús þar við hliðina fyrir ört stækkandi fjölskylduna, en síðar keypti pabbi Mari húsið aftur og Mari keypti það svo af honum. 
Þau hafa nú gert húsið upp og vandað var til verks og allstaðar haldið í upprunann og gamla útlitið svo húsið er einstaklega bjart og fallegt.







photo Helena Köhl
sours: tidningenlantliv.se


Stína Sæm





Gráir tónar.....

January 22, 2013
..........í bland  með brúnum tónum, er alveg að ganga furðu vel saman finst mér
og finnast hér á víð og dreif um heimilið.
og ykkur að segja þá var grái liturinn í minstu uppáhaldi hjá mér hér áður, 
en svo eftir að ég uppgötvaði bloggheiminn  fór ég að detta niður á myndir af alveg guðdómlegum heimilum..... nema það var allt í gráu!! 
Nú er ég orðin alveg veik fyrir gráum tónum og geri í því að blanda þeim við nátturulega og brúna tóna... og fullt af hvítu að sjálfsögðu


Hér ofan á gamla sjónvarpskápnum hef ég nokkra hluti úr tini.... sem ég gjörsamlega elska, stóra (þykjustu)veðraða körfu fulla af teppum og svo elg úr tré og köngla til að gefa því brúna litinn og  smá vetrar fíling.




Skápurinn stendur svo stolltur í miðju húsinu, þar sem hann er í sambandi við öll rýmin á hæðinni,
 og þarf að láta sér linda við alla liti og strauma heimilisins, hvort sem það eru gráir eða brúnir aukahlutir, 
brún atntíkhúsgögn, hvítmáluð húsgögn eða græn eldhúsinnréttingin.


Takk fyrir innlitið í dag 
og hafið það sem allra best.
Stína Sæm



Góðann daginn.

January 21, 2013
Ég bý í tréhúsi sem lætur svo sannarlega í sér heyra í rokinu, og þá er gott að hafa notalegt teppi, kertaljós og rjúkandi kaffibolla þegar ég sest niður með uppáhalds lesefnið mitt.
Það er oftast full þörf á kertaljósum allann daginn, því jafnvel í dagsbirtunni þá er hálfrökkvað inni, sérstaklega í þessari endalausu rigningu þessa dagana. Þess vegna erótrúlega ánægjulegt þegar sólin svo lætur sjá sig í nógu langann tíma til að ná björtum og fallegum myndum.

Svo eru það uglurnar!!
 Þessar krúttlegu uglur voru eitt að fví sem  kom með krökkunum okkar þegar þau komu hingað í frí um áramótin. og eru þær ekki bara dásamlegar alveg hreint?

Eigið góðann mánudag og vonandi eigum við góða viku saman frammundan.
Stína Sæm



Sætur sunudagur ..... sweet sunday

January 20, 2013






katespadeny.tumblr

ayanishimura.com


flickr.com

flickr.com

myndirnar eru allar fengnar á  pinterest.com hjá Carolina, einum uppáhalds pinnaranum mínum.






Eigið góðann Sunnudag
Stína Sæm



Franskur vetrarstíll

January 18, 2013
það er loksins kominn helgi og er ekki draumurinn að komast aðeins í burtu.......

og hreiðra um sig við snarkandi arineld í kósý bústað, innanum snæviþakin grenitré?






Innlitið fann ég hjá nicety.livejournal. 
Photos © Marc Berenguer
Fyrir áhugasama er hægt að leiga húsið í fríinu; le-voyage.com

Eigið góða helgi
Stína Sæm



Auto Post Signature

Auto Post  Signature