..........í bland með brúnum tónum, er alveg að ganga furðu vel saman finst mér
og finnast hér á víð og dreif um heimilið.
og ykkur að segja þá var grái liturinn í minstu uppáhaldi hjá mér hér áður,
en svo eftir að ég uppgötvaði bloggheiminn fór ég að detta niður á myndir af alveg guðdómlegum heimilum..... nema það var allt í gráu!!
Nú er ég orðin alveg veik fyrir gráum tónum og geri í því að blanda þeim við nátturulega og brúna tóna... og fullt af hvítu að sjálfsögðu
Hér ofan á gamla sjónvarpskápnum hef ég nokkra hluti úr tini.... sem ég gjörsamlega elska, stóra (þykjustu)veðraða körfu fulla af teppum og svo elg úr tré og köngla til að gefa því brúna litinn og smá vetrar fíling.
Skápurinn stendur svo stolltur í miðju húsinu, þar sem hann er í sambandi við öll rýmin á hæðinni,
og þarf að láta sér linda við alla liti og strauma heimilisins, hvort sem það eru gráir eða brúnir aukahlutir,
brún atntíkhúsgögn, hvítmáluð húsgögn eða græn eldhúsinnréttingin.
Takk fyrir innlitið í dag
og hafið það sem allra best.