Top Social

út um kjallara gluggann

February 29, 2012
Ég hef verið að mála og laga til í kjallaranum  síðustu vikurnar og ekkert að verða búin, en ég held ég hafi aldrey eytt svona miklum tíma í kjallaranum áður, en venjulega sit ég uppi  í stofunni eða eldhúsinu í tölvunni frekar en að vera hér niðri. 


 Útsýnið út um glugganna er eiginlega allt annað en á hinum hæðum heimilisins, og þegar ég kom heim úr vinnu í dag byrjaði að kingja niður snjó og klukkutíma seinna tók ég þessar myndir út um gluggann á öðru herberginu sem ég er að mála, en þetta er pallurinn minn og þar sést bakhliðin á kofanum og nokkur blómaker sem bíða eftir sólinni og sumrinu undir fallegri snjóbreyðu. 

Hér sjáum við svo hvernig útveggurinn sker sig frá annars hvítu herberginu og glugginn á eftir að njóta sín vel, og ekki skemmir fyrir að sjá snjóinn falla fyrir utan gluggann. 

Núna er ég svo að mála sjónvarpsholið alveg eins. plús það að verið er að púsla saman vörubrettum í þessu litla herbergi til að gera gestarúm. 
Get vonandi sýnt ykkur einhverjar myndir fljótlega... það er ef þetta verður jafn flott og ég er að ímynda mér það.





En ekkert gerist á meðan ég sit í tölvunni,
svo það er eins gott að koma sér að verki,
Þakka öllum sem nenna að kíkja hér inn
Stína Sæm


á heimili í suður afríku

February 27, 2012
Innlitið þennann mánudaginn er á fallegt heimili í Suður afríku, sem er einfalt og látlaust en svo hlýlegt og kósý finst mér.

 Þarna er ekkert of mikið af dóti en vel valinn hlutur á hverjum stað



Ótrúlega töff og flottt eldhús... nenni ekki einu sinni að spá í hvernig er að þrífa það, finst það bara flott.



Takið eftir að baðkarið er í svefnherberginu.
er það ekki bara algjör draumur? amk dreymir mig um svona gamaldags baðkar í svefnherbergið



Þetta fallega heimili fann ég á nicety.livejournal.com en upprunalega eru þær frá houseandleisure.




Stína Sæm



sætur sunnudagur

February 26, 2012
Nokkrar sætar og girnilegar myndir sem ég hef verið að safna saman á pinterest.






















Stína Sæm


góða helgi

February 24, 2012
ummm ég væri til í að enda þessa vinnuviku á girnilegri heimabakaðri kjúklingapizzu og bjór, 
eins og við fengum okkur einn góðann föstudag  fyrr í mánuðinum. Þá tók ég þessar myndir en deildi þeim svo ekki með ykkur í það skiptið.

Hef ekki gefið mér mikinn tíma í bloggið mitt þessa vikuna, amk ekkert verið að dúlla neitt við að taka myndir hér heima svo það er gott að geta gripið í heimagerðar myndir á lager.
 Núna læt ég mig bara dreyma á meðan ég bíð eftir að bóndinn komi heim með eina aðkeypta, vitandi að hún verður ekki svona girnileg, en  eflaust góð.



Það eru viðbrygði að vera farin að vinna og hafa ekki allann heimsins tíma til að liggja á netinu og vera að dúlla við heimilið og bloggið mitt. Er svo að mestu í málningargallanum í kjallaranum þegar ég er heima, og bardúsa hitt og þetta sem vonandi á eftir að skila sér hér inni seinna. 
Þangað til skelli ég inn fljótlegum, inspiration færslum af netinu, og svona svindlmyndum eins og þessum sem mögulega eru til í myndaalbúminu mínu.

En núna er pizzan mín komin í hús og búin að opna einn kaldan
Hafið það sem allra best á þessu föstudagskvöldi, 



Stína Sæm



rómó og falleg geymslubox

February 23, 2012
house to home

valdirose.blogspot.com

whendecorating

pinterest

adeline country cottage
ofeliashus.com







Stína Sæm



bolla bolla bolla

February 20, 2012
godegrunner
Vonandi fá allir fengið nægju sína af gómsætum rjómabollum í dag.



myndirnar þrjár hér að ofan eru  frá mommur.is/
swedish cardamom buns

mariaemb





Stína Sæm





í eyði

February 19, 2012





Auto Post Signature

Auto Post  Signature