Top Social

Vörur


Miss mustard seed´s milk paint er ekki einungir með mjólkurmálningu, heldur fjölbreytta vörulína þar sem þú færð flest það sem þú þarft til að gera þitt kraftaverk með milk paint.
Hér getur þú séð allt vöruúrvalið .


Milk Paint (mjólkurmálning)

Versla mjólkurmálninguna hér

Einungis 5 hráefni og 25 dásamlegir litir,
Náttúrulega og án allra aukaefna.

Einn líter af mjólkurmálningu þekur ca 6.5 fm. Einfaldlega blandið duftið með vatni - svo einfalt er það!  Áferðin á milk paint er einstök og getur ýmist verið þekjandi litur eða bæs, allt eftir því hversu mikið vatn þú bætir í! Hún getur verið notuð á allan gljúpan flöt án þess að grunna. Hún mun aldrei flagna af gljúpu opnu yfirborði þar sem hún  drekkur sig ofaní og binst við undirlagið.

Að blanda:
Blandið u.þ.b. einn hluta af vatni við einn hluta af  milk paint dufti með blandara (einungis notaður fyrir málninguna), hristið í lokuðu íláti, í höndunum með písk eða hræru eða með míni rafmagns málningar blandara. Blandið fyrst vatni í ílátið, bætið síðan milk paint duftinu varlega og blandið í 3 - 5 mínútur.  Málið smá prufu til að athuga hvort ákjósanlegri áferð hefur verið náð. Ef málningin er gegnsæ eða hún lekur, er hún of þunn. Ef  pensillin virkar stamur og málningin virkar sendin eða  kekkjótt, er hún of þykk. Bætið meira vatni eða dufti eftir þörfum og hrærið aftur. Þegar ákjósanlegri áferð er náð, hellið málningunni í ílát með víðu opi.

Berið málninguna á í löngum léttum strokum með pensli eða rúllu. Hrærið málninguna reglulega þar sem litarefnin geta sest til á botninum. Þurktíminn er ca 30 mínútur. Tvær eða trjár umferðir gætu verið nauðsynlegar til að fá ákjósanlega áferð og mögulega fleyri þegar ljós litur er málaður á dökkt yfirborð.  Pússið létt yfir með fínum sandpappír nr 220 til að  slétta yfirborðið ef þarf. fjarlægið ryk. Ráðlagt er að setja vörn yfir til að verja málninguna  og draga framm dýpt litarins. Við mælum með MmsHamp olíu fyrir 100% náttúrulega vörn eða Mms Húsgagnavax fyrir hand bónað útlit.

Ef þú hefur ekki notað mjólkurmálningu áður, mælum við eindregið með að horfa á video kennsluna okkar:  video tutorials  eða að kíkja á bloggið okkar eftir hugmyndum.




(Meira um málninguna og litaúrvalið finnið þið hér)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Bindiefni (bonding agent)


Með  bindiefni bindur málningin sig við ál, gler og áður málað, varið eða lakkað yfirborð.
Án þess að þurfa að pússa niður eða grunna.
Þetta efni er vatnsþynnt akríl þykkni.

Notkun:
Hristið vel fyrir notkun. Fyrir hámarks viðloðun, hreinsið yfirborðið sem skal mála og pússið létt til að rispa yfirborðið. Prufið ávalt viðloðun áður en notað er á stærri flöt.

Notkun með milk paint:
Blandið einum hluta af Bindiefni við tvo hluta af  blandaðri mjólkurmálningu. Fyrir jafnvel enn betra grip, blandið jafna hluta. Blandið bindiefnið við allar umferðir fyrir hámarks viðloðun.


Til að nota sem grunnur fyrir vatns-þynnanlega málningu:
Berið á þunnt lag af bindiefni með málningar bursta eða rúllu. Látið þorna í 2 tíma áður en málað er. 

 Þrífið pensla og áhöld með volgu sápuvatni.
Má ekki frjósa.




Meira um bindiefnið á missmustardseedsmilkpaint.com

------------------------------------------------------------------------------

 Milk Paint Vörn og Næring.

Milk paint er opin og óvarin náttúruleg málning og nauðsynlegt er að verja hana fyrir vatni og álagi. 

Vax:

Vaxið er framleitt sérstaklega fyrir Miss mustard seed af Claphams Beeswax Products LTD.
 Þetta gæða vax er byggt á gamalli fjölskyldu uppskrift og veitir góða vörn yfir milk paint eða til að verja hráann við.
Notkun : Notaið hreinann bómullarklút eða pensil til að bera þunnt lag af vaxi á. Látið þorna í 3-5 mínútur. Buffið svo það glansi með hreinum, sléttum klút (engin ló). Fyrir meiri glans og betri vörn berið á aðra umferð. Hreinsið pensilinn með sápu og volgu vatni.




Húsgagna Vax

Húsgagnavaxið er unnið úr bíflugnavaxi og carnauba vaxi. Það er tilvalið til notkunar á við, marmara eða sem vörn yfir milk paint. Það er auðvelt að bera það á, veitir góða vörn með fallegum gljáa og er næstum alveg lyktarlaus.




Versla húsgagnavaxið hér!

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Antík Vax

 Antík vaxið er unnið úr bíflugnavaxi og carnauba vaxi og loks rétt litað með djúpum brúnum lit. Fullkomið til að mynda ósvikna gamla vörn á máluð húsgögn. Það er auðvelt að bera það á, veitir góða vörn með fallegum gljáa og er næstum alveg lyktarlaus.
Notkun:
Norið hreinann bómullar klút eða pensil til að bera á þunnt lag af vaxi, vinnið það vel ofaní útskurð eða ójöfnur í yfirborði. Þurkið burt allt aukavax. látið þorna í 3-5 mínútur.  Pússið þar til glansar með hreinum bómullarklút. Þessa vöru er hægt að bera á beint yfir þurra mjólkurmálningu eða yfir lag af glæru vaxi.
Hreinsið pensilinn með sápu og volgu vatni.


--------------------------------------------------------------------------------------

White wax

Hvíta vaxið er unnið úr bíflugnavaxi og carnauba vaxi og loks rétt litað með rjóma hvítum lit. Fullkomið til að mynda fölnað eða hvíttað yfirbragð á máluð húsgögn. Það er auðvelt að bera það á, veitir góða vörn með fallegum gljáa og er næstum alveg lyktarlaus.
Notkun:
Norið hreinann bómullar klút eða pensil til að bera á þunnt lag af vaxi, vinnið það vel ofaní útskurð eða ójöfnur í yfirborði. Þurkið burt allt aukavax. látið þorna í 3-5 mínútur.  Pússið þar til glansar með hreinum bómullarklút. Þessa vöru er hægt að bera á beint yfir þurra mjólkurmálningu eða yfir lag af glæru vaxi.
Hreinsið pensilinn með sápu og volgu vatni.


------------------------------------------------------------------------

Bíflugna vax

Miss mustard seed´s Beeswax er hægt að nota til að verja yfirborð málað með milk paint eða til að verja og næra hráann við, það er alveg nátturulegt og ætt og því tilvalið á viðarskurðarbretti, viðaráhöld, sallatskálar og barnaleikföng osfr,
Berið þunnt lag á með mjúkum hreinum klút eða pensli.



-------------------------------------------------------------------------------------------

Vax Pökkur

Vissir þú að hægt er að nota vax til að fá fallegt, lagskipt útlit með Miss mustard seed´s milk paint? Þessi náttúrulegi vax pökkur passar mátulega í lófan á þér og var gerður sérstaklega í þessum tilgangi. 
Til að ná lagskiptu útliti: málið eina umferð af milk paint og látið þorna. Nuddið vax pökkinum hressilega á brúnir, horn og hápunkta á verkefninu. Þar sem vaxið er borið á mun næsta umferð ekki ná festu, svo verið viss um að bera það á óreglulega og á staði þar sem málningin myndi eyðast af með tímanum. Málið aðra umferð af málningu og leifið henni að þorna alveg.  Pússið yfirborðið með fínum sandpappír eða rökum bómullarklút til að má af málninguna þar sem vaxið var borið á, svo fyrsta umferðin undir vaxinu sjáist í gegn. Verjið að lokum með Húsgagnavaxi, Hemp olíu, Hvítu vaxi eða Antík vaxinu.


------------------------------------------------------------------------------------

Olíur:

Hamp Olía

Þessi olía veitir vernd og  vatnshelt yfirborð. Notið á nýjan við sem er hrár, bæsaður, málaður með Milk paint, eða til að fríska uppá gamla viðar áferð. Hún smýgur inn og verndar að innan og utan.  skilur ekki eftir filmu á yfirborðinu sem mun flagna eða rispast. Þessi "food-safe" olíu vörn er fullkominn til notkunar í eldhúsinu á tré eða stein.

Notkun: yfirborðið þarf að vera hreint og þurrt. Berið þunnt lag af olíu á með hreinum klút. Nuddið varlega þar til hún smygur inní viðinn eða málninguna. Fyrir meiri glans eða vörn, berið á 2-4 umferðir. Látið þorna í 2 klst milli umferða og þurkið alla extra olíu eftir 12 tíma. Það getur tekið hlutinn nokkra daga að jafna sig alveg. Til að viðhalda vörninni, berið á annað hvert ár eða eftir þörfum. Til að laga rispur, pússið gallann létt niður og berið olíuna á aftur. 
Þrífið áhöld með volgu sápuvatni.





--------------------------------------------------------------------------------------

Tung Olia

 Þessi olía myndar verndandi filmu á yfirborðið og henntar sérstaklega vel til að verja húsgögn sem  
standa úti.

Meiri lýsing um Tung olíuna 
frá Miss mustard seed blogginu hér

---------------------------------------------------------------------------------------

Tough Coat Sealer

Okkar hágæða Tough coat sealer, veitir aukna vörn gegn almennu sliti, vatnskemmdum og matarblettum og gulnar ekki. Tilvalið fyrir fleti sem mikið mæðir á, eins og borðplötur, stóla, hurðar og gólf.
Berið á með rúllu eða pensli á nýlega málað eða hrient, olíulaust yfirborð.
Ef það er borið á nýmálað yfirborð, leifið yfirborðinu að þorna í 24-36 klst áður en borið á. Fyrir hámarks endingu, berið á tvær umferðir með 2-4 klst milli umferða. Í röku umhverfi, gæti þurft lengri þornunartíma.
Auðvelt að þrífa með sápu og volgu vatni. 
Verður að mattri vörn




---------------------------------------------------------------------------------------

Áhöld:

Stór vax pensill.

Með flötum hárum og hringlóttu formi sínu, heldur þessi pensill vaxi vel og er tilvalin til að vinna það vel á málninguna og dreifa úr því á sama tíma. 
Ávalar línur á viðar handfanginu fara einstaklega vel í smáar hendur.



---------------------------------------------------------------------------------------------------

Medium vax og málningar pensill

  Þessi pensill er aðeins minni en stóri vax pensillinn og hárin eru aðeins í spíss en ekki flöt. Bæði stærðin og formið gerir þennan pensil mun meira fjölnota svo bæði er hægt að nota hann til að bera á vax, málningu eða olíu.




------------------------------------------------------------------------------------------------

Flatur málningar og olíupensill

Þetta er fjölnota pensill sem hægt er að nota bæði fyrir málninguna eða olíu. 
Náttúruleg hárin halda vel báðum efnum og flatur pensillin gerir þér mögulegt að mála inní erfið og þröng svæði.

Umhirða penslana:
Skiljið aldrei penslana ykkar eftir í bleyti í lengri tíma. Þetta verður til þess að náttúruleg hárin bolgna og aflagast.
Náttúrulegum hárúm hættir til að brotna eða losna. Of mikið álag á pensilinn þegar þú málar eða vaxar getur aukið líkurnar á þvi. Búist frekar við að hárin losni fyrstu skiptin en líkurnar minnka eftir því sem þú notar pensilinn

Þrifa ráð:
Hreinsið með gæða pensla sápu, ekki aðeins til að þrífa heldur til að næra pensilinn. Nuddið pensillinn varlega í sápuna með hringlaga hreifingum í lófanum til að fjarlægja málningu, vax eða oliu. Skolið vel og vefjið pensilinn i pappír og látið þorna alveg fyrir næstu notkun. Þetta hjálpar við að halda burstanum í sínu upphaflega formi.


----------------------------------------------------------------------------------------------

Pensla Sápa

Handgerða sápan okkar er gerð úr nátturulegum, olíum og fitum sem eru framleiddar af ábyrgð og vottaðri sjálfbærni. 
Hún bæði hreinsar og nærir penslana vel.



------------------------------------------------------------------------------------------------

Lítill pískari

Við erum með mjög hentugar lítin písk, sem er fullkomin til að hræra í höndunum litla skamta af málningu og til að leysa upp kekki sem mögulega gætu myndast.



--------------------------------------------------------------------------------------

Milk Paint blandari

Að blanda Milk paint svo áferðin sé fullkomin getur þurft smá æfingu, svo við gerum það auðveldara með því að bjóða uppá þetta þægilega litla verkfæri sem gengur fyrir tveimur AA betteríum.
.
Notkun: setjið einn hluta vatn í ílát og bætið við einum hluta af  milk paint dufti. Að bæta duftinu í á meðan hrært er í , kemur í veg fyrir að kekkir myndist í botni ílátsins. Fyrir bestan árangur setjið blandarann í botninn á ílátinu, kveikjið á og blandið í ca 20 sek.Varist þó að þeyta of lengi svo ekki myndist loftbólur. Látið blönduna standa í eina min og blandið aftur ef þarf. Ef málningin er of þunn, bætið dufti í. Ef blandan er of þykk, bætið í meira vatni þar til rétta þykktin er fengin.
Hreinsið Milk paint blandarann með því að setja málm hausinn í vatn og setjið í gang í 20 sec. Endurtakið þar til blandarinn er hreinn.
Ef þið þurfið meiri hjálp, athugið video kennslu HÉR.


--------------------------------------------------------------------------------------

 Svunta

Við viljum ekki alltaf vera í blettótum joggingbuxum þó við séum að mála og vegna svuntunar okkar  getum við nú verið í sætum fötum og með því að reima á okkur svuntuna erum við tilbúin til að leika okkur með málninguna.

Hlílegur grár liturinn kemur i veg fyrir að svuntan verði blettót og þykkt efnið gerir hana endingargóða  og sterka. 
Vasarnir tveir að framan sjá til þess að  penslarnir, hrærur, málband eða jafnvel síminn þinn er alltaf við höndina.

--------------------------------------------------------------------------------------

Look book tvö


Look book tvö var gerð til að kynna litina sex í Miss mustard seed´s milk paint evrópu línunni, en lokaútgáfan af tímaritinu býður uppá svo mikið meir. Greinar um að blanda sama vaxi, kennslu um Bíflugnavax sem resist. hin mörgu notagildi fyri Tough coat, mjólkurmálning á hráann við, litir + áferð. og svo mikið meira. Yfir 100 fallegar blaðsíður af innblæstri og fróðleik sem fær þig til að langa að blanda smá mjólkurmálningu, taka upp pensil og gera einhverjar breitingar heima hjá þér.





NETVERSLUN!


5 comments on "Vörur"
  1. Mjög spennandi. Hvaða grunn notar þú á húsgögnin áður en þú setur þessa málningu á?

    ReplyDelete
    Replies
    1. sæl Camilla Ósk
      Þú setur efni útí fyrstu umferð sem heitir Bonding agent ef það þarf, Ef td undirlagið er mikið lakkað eða unnið er það kostur, þá virkar fyrsta umferð eins og grunnur. En kosturinn við þessa málningu er hversu vel hún loðir við yfirborðið og þarf litla undirvinnu.

      Delete
  2. Virkilega fallegt að sjá og spennandi!

    Gangi þér vel með þetta mín kæra :)

    ReplyDelete
  3. Það vantar verðin hjá þér á síðuna

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já, er að vinna í að setja upp netverslun hér á þessari síðu. Þar sem öll verð munu koma framm á öllum vörum.... vonandi á næstu dögum.

      Delete

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature