Top Social

Litakort

Mjólkurmálning.

aðeins 5 hráefni - 25 dásamlegir litir
Mjólkur málning er ævaforn nátturuleg málning, sem inniheldur fimm grunn efni: Casein (mjólkur prótein), kalkstein, krít, leir og nátturuleg litarefni,  Hún er umhverfisvæn og alveg eiturefnalaus.
Mjólkur málning drekkur sig inn í yfirborðið og flagnar ekki ef hún er borin á hráann við, Mjólkur málning virkar á flesta fleti, myndar yfirborð sem andar og hentar einstaklega vel til að mála hrá efni eins og við, gifs, leir og aðra álíka fleti.
Með Miss mustard seed´s bonding agent bindur hún sig við áður unna og glansandi fleti án þess að þurfa að grunna.


Hér að neðan getið þið séð alla þá frábæru liti sem eru í boði í linunni okkar, lýsingu á litnum og söguna á bakvið nafnið. Við notum bara nátturuleg litarefni í málningunna, svo það gæti verið allt að 15% munur frá einni framleiðslu til annarar. Vinsamlega hafið það í huga þegar þið veljið rétta litinn í verkefnið ykkar.
Gangi ykkur vel.

Málningin er í duftformi  og kemur í þægilegum umbúðum sem hægt er að loka aftur,
fyrirferðarlítið og geymist endalaust óblandað. Þarf bara að blanda saman við vatn,
230gr pakki kostar 4600kr
30gr prufupakki kostar 1050

Málningin fæst á vinnustofu Svo Margt Fallegt á Klapparstíg 9 í Keflavík
og í facebook netverslun Svo Margt Fallegt!




Við ætlum að byrja á því að skoða litina sex  í evróppu línuni, sem eru mildir neutral tónar, sérstaklega valdir og framleiddir fyrir Evrópumarkað. 


Við kynnum Evrópu línuna:



Heilsið uppá Mora....

Mora er nefnd eftir þekktu bogadregnu klukkunum frá Mora í Sviþjóð.
Aðeins smá hinnt af lit - hlutlaus með gráum, bláum og grænum undirtón.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Schloss....

Þessi djúpi, stein litur er kallaður Schloss, Þýska orðið yfir kastala.
Hann er hlýrri og dýpri en Trophy, sem gerir hann að þessum "virðulega" sem viðskiptavinir okkar hafa beðið um.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Arabesque....

Hugsið ykkur ballet skó og fölbleikar rósir og þið fáið hugmynd hverju þið eigið von á með Arabesque. 
Þessi einstaklega kvenlegi litur er einnig ótrúlega nutral, sem gerir þennan bleika svo mikið meira en bara fyrir barnaherbergið.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Layla´s Mint....

Þessi hlíji, mintu græni litur var upphaflega sérblandaður fyrir Layla frá The Lettered Cottage.
Hann endaði á að vera hinn fullkomni græni fyrir nýju Evrópu línuna okkar.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Bergere......

Þessi reyklitaði blá-grái litur var innblásin af máluðum ramma á pari af frönskum antík Bergere stólum.  Þessi blái er lúmskari en aðrir bláir í línunni okkar, en kemur þó með sterka yfirlýsingu.
______________________________________________________________________


Heilsið uppá Marsipan.....

Nefndur eftir ljúffenga möndludeiginu frá þýskalandi, sem við þekkjum svo vel, Marsipan er alveg jafn dásamlega ljúfur og nátturulegur.  Hann er beinhvitur  með beislituðum og ljúfum gráum undirtón. Hann passar vel með Ironstone sem örlítil andstaða.

og þá höfum við kynnt okkur Evrópu litina.
______________________________________________________________________

Miss Mustard Seed´s Milk Paint litakortið.....



Farmhouse White:

Farmhouse white er fullkomin hvítur, ekki of kaldur, ekki of heitur og þekur betur en hinir hvítu í línunni okkar.


Heilsið uppá Grain Sack…

Grain sack er einn af uppáhalds litur Marian, nefndur eftir evrópskum antík hveiti pokum. Þetta er kamelljón litur, sem þýðir að hann lítur öðruvísi út, eftir því hvað er nálægt honum. Stundum virkar hann hvítur, stundum grár og stundum meira beis. 
Grain sack er frábær litur til að blanda til að lýsa aðra liti án þess að þeir verði of mikið pastel.
 Hann passar vél með öðrum gráum úr línunni okkar - Shutter gray og Trophy.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Ironstone…

Ironstone er næstur því að vera skjannahvítur í línunni okkar eins og er. Hann er nefndur eftir uppáhalds söfnunarmunum Marian, hvítum leirmunum. Þessi litur er aðeins kaldari en beinhvítur og pínu grár. Ef þú vilt hvítt, er þetta liturinn. 
Blandaðu Ironstone til að lýsa liti.  
Að sjálfsögðu þá passar hvítur við hvað sem er.
______________________________________________________________________



Heilsið uppá Linen…

Linen er sá kremaði í línunni okkar, Nefndur eftir  efni  sem hefur gulnað örlítið með tímanum. Þessi litur hefur hlýjann undirtón og er notalega rjómahvítur.
Blandið Linen við liti til að gera þá léttari eða hlírri.
Linen parast vel og passar vel við Apron Strings og Kitchen Scale.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Trophy…

Trophy er hlýr, þéttur grár með smá gulum undirtón. Ólíkt Shutter Gray, sem er mjög blár, er Trophy meira grár og minnir á áfallið silfur líkt og á antík verðlaunagrip.
Marian elskar að mála umferð af Trophy undir Grain Sack og Ironstone til að fá einsogmáða sænska áferð.
______________________________________________________________________ 

Heilsið uppá Shutter Gray…

Shutter Gray er annar af uppáhalds litum Marian. Þetta er franskur blágrár litur með daufum gæðatón.
Hann er nefdur eftir setti af gráum antík gluggahlerum sem Marian fann í antík verslun.
Til að fá dauf blá gráan, blandið Sutter Gray við Grain Sack. 
Hann passar vel með Mustard Seed Yellow og Linen.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Eulalie’s Sky…

Eulalie’s Sky er daufur græn-blár, nefndur eftir litnum á himninum á málverki af kú, eftir listakonuna Cindy Austin. Marían nefndi kúnna Eulalie og hún hefur hangið á heimili hennar í mörg ár og er orðin að nokkurskonar auðkenni fyrir Marians stíl.
Þessi litur passar vel með Linen og Kitchen Scale.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá French Enamel…

French Enamel er nefdur efir frönskum emeleruðum könnum sem Marian hefur alltaf dáðst að i antíkverslunum og tímaritum. Liturinn er magnaður meðal blár litur.
Blandið honum við Tricycle til að fá kröftugan fjólubláann eða Typewriter til að fá dekkri, en daufari bláann. 
Hann passar vel með Flow Blue eða Mustard Seed Yellow.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Kitchen Scale…

Kitchen Scale er fallega blár, nefndur eftir antík vikt sem Marian átti eitt sinn í eldhúsinu hjá sér. viktin hefur síðan borist til Jennylyn, sem er formaður Homestead House Paint Co  (framleiðendur MmsMilk paint)
Hægt er að blanda Kitchen Scale við Linen til að fá mildann robin´s egg bláan. 
Hann passar vel við Grain sack.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Flow Blue…

Flow Blue er sterkur blár litur sem er dýpri en French Enamel, en ekki eins dökkur og Artissimo. Hann er nefndur eftir bláa litnum á antík "flow blue" stellinu.
Marian elskar lag af Flow blue undir French Enamel til að fá áferð með tveimur litatónum. 
Hann passar vel með Boxwood.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Dried Lavender…

Dried Lavender er mildur,  reyklitaður fjólublár með gráum undirtón. Marian hefur í mörg ár selt þurkaða lavender stilka í versluninni hjá sér, svo það lá beinast við að tengjast þetta saman, þegar fjólublár bættist í línuna. 
Blandið Dried Lavender við Linen til að fá enn fölari pastel fjólublánn og hann passar vel við Lucketts Green. 
______________________________________________________________________


Heilsið uppá Artissimo…

Artissimo er navy/miðnætur blái liturinn okkar, nefndur eftir bláu og hvítu efni sem Marian notaði í svefnherberið hjá sér. Eftir því hvað þú velur yfir málninguna getur hann virkað bjartur royal blár eða næstum svartur.
 Artissimo passar vel með Boxwood og hinum bláu litunum í línunni okkar.
__________________________________________________________

Heilsið uppá Typewriter…

Typewriter er svarti liturinn okkar. Marian lýsir honum sem næstum- svartur eða mildur svartur. Hann er nefndur eftir svarta litnum sem er þekktur á antík ritvélum.
Blandið honum við hvaða lit sem er til að dekkja litinn. Til dæmis, ef hann er blandaður við Boxwood, færðu djúpann ólívu grænan. Blandaðu honum við Grain Sack til að fá fullkomin kola- gráann.
________________________________________________________________________

Heilsið uppá Curio…

Curio er dökkur, valhnetu brúnn sem er fullkomin til að nota sem bæs. Hann er líka frábær litur til að blanda við aðra liti. Hann er vefndur eftir dökka viðnum á glerskáp (curio) sem Marian erfði eftir frænku sína.
Notaðu Curio með lýstum Apron Sring eða Arabesque sem klassíska brúna og bleika pörun.
_______________________________________________________________________



Heilsið upp á Outback Petticoat:

Nafnið Outback Petticoat kom frá hóp af Mmsmp söluaðilum í Ástralíu. 

Outback eru svæði í Ástralíu þar sem jarðvegurinn er appelsínugulur og litaði undirpils (petticoats) landnámskvenna Ástralíu.  

Heilsið uppá Tricycle…

Tricycle er fullkomin rauður. Hann er skær og djarfur, en hefur þó hlílegan og klassískan tón. 
Þegar Marian valdi nafn á rauða litinn kom rautt þríhjól strax upp í hugann.
Blandið saman við Ironstone til að fá bleika tóna og við Curio til að fá djúpan rauðan. 
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Apron Strings…

Apron Strings er hinderja/kóral litur nefndur af einum af lesendum Marian. Hún man eftir ömmu sinni með kóral litaða svuntu og Marian heillaðist af söguni sem hún deildi og varð fyrir áhrifum af nafninu.
Blandað með Ironstone veitir fallega tóna af Kóral.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Luckett’s Green…

Lucketts Green er nefndur eftir litnum á skífu klæðningunni á gömlu Lucketts búðinni í Lucketts í Virginíu. Sem er uppáhalds antík verslun Marian, þaðan sækir hún innblástur í sköpun sína og var sölumaður þar í mörg ár.  Lucketts Green er mildur, grænn með gulum undirton sem minnir á vorið. Hann er mjög líkur litnum sem við finnum oft á húsgögnum frá 1930 - 1940 sem gerir hann fullkomin vintage grænan.
Blandið við Boxwood til að fá bjartann gras grænan eða við Linen til að fá fölan pastel grænan.
Til að fá fallegar andstæður þá passar Luckets green vel við Artissimo og Dried Lavender
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Boxwood…

Boxwood er sterkur, dökk grasgrænn, eftir því hvaða yfirlag er notað, getur hann virkað skær og djarfur eða dempaður - meira eins og fölnaður olífu grænn. Boxwood er nefndur eftir boxwood krönsum og mótuðum trjám (topiaries) sem Marian notar sem skreytingar.
Blandið Boxwood saman við Grain Sack til að fá fölan aqua. 
Fallegt að nota eina umferð undir Lucketts Green til að fá tvílítan tón í sama lit.
______________________________________________________________________

Heilsið uppá Mustard Seed Yellow…

Mustard Seed Yellow  er hlýr, gulur. Hann er bjartur án þess að vera of djarfur og hann er fullkomin glaðlegur gulur.
Blandið honum við Trycycle til að fá ýmsa tóna af kóral. 
Hann passar vel með Shutter Gray og Lucketts Green.
______________________________________________________________________
Í hverjum mánuði kynnum við sérstaklega tvo liti, sem liti mánaðarins og hér eru litirnir fyrir árið 2017. 
Litir mánaðrins eru á 10% afslætti hjá Svo Margt Fallegt.


Hjá mér geturður skoðað litaspjöld  og málaðar litaprufur til að auðveldara sé að velja fullkomna litinn fyrir verkefnið þitt.
á vinnustofu Svo Margt Fallegt
Klapparstígur 9
230 Reykjanesbær (Keflavík)

Auto Post Signature

Auto Post  Signature