Top Social

Spurt og Svarað



Hér koma nokkrar algengar spurningar um Miss mustard seed´s milk paint vörurnar:

  1. Hvað er milk paint?
  2. Hvar get ég keypt milk paint?
  3. Er mjólkurmálning örugg?
  4. Hver er munurinn á milk paint og chalk paint eða kalk málningu?
  5. Hvernig á að blanda málninguna?
  6. Hversu mikið er í einum pakka?
  7. Málningin mín er kekkjótt og ójöfn, er hún ónýt?
  8. þarf ég ekki að pússa vel og grunna áður en ég mála?
  9. Hvenær ætti ég að nota bindiefnið?
  10. Hvernig fæ ég svona "flagnað útlit"?
  11. Hvernig vörn set ég svo yfir flagnaða málningu svo það flagni ekki meira??
  12. Hvernig fæ ég gamalt prungið lúkk (cracled)?
  13. Hvað er hemp olía?
  14. Hvað er Furniture vax?
  15. Er vaxið endingargóð vörn?
  16. Hver er munurinn á Húsgagnavaxi og Antík vaxi?
  17. Hvenær nota ég hemp oliu í staðin fyrir vaxið?
  18. Get ég notað vaxið yfir aðra málningu? eða notað annað vax yfir milk paint?
  19. Hvað er tough coat og hvenær á að nota það?
  20. Get ég málað við eins og Tekk?
Ef þú ert meira fyrir að læra með því að horfa á video, kíktu þá á: Miss Mustard Seed You Tube Channel

1. Hvað er milk paint?

 Hún er duftkend, náttúruleg málning sem hefur verið til í þúsundir ára. Hún hefur fundist í píramídum Egypta og í hellamyndum og hefur lengi verið notuð í Bandaríkjunum á húsgögn, veggi, hlöður ofl. 
Milk paint hefur einstakann "karakter" og getur virkað eins og hún hafi verið á viðfangsefninu alla tíð, Hún er fjölbreytt og kúnstug og getur verið allt frá þvi að vera slétt og felld eða gömul og flögnuð allt eftir því hvað þú ert að mála og hvaða útlit þú ert að leita að.

Hér er bloggpóstur sem svara spruninguni enn betur

2. Hvar get ég keypt mjólkur málningu?

Málninguna og alla MmsMilk paint vörulínuna er hægt að nálgast  hjá 
Svo Margt Fallegt, Klapparstíg 9 í Keflavík, 
Við mælum með að nýjir milk paint málarar,  komi við hjá Svo margt fallegt, kynnist málninguni, skoði litina og áferðina og fái persónulega ráðgjöf til að byrja með.
En málningin er einnig til sölu í Vefverslun svo margt fallegt og send um allt land.

3. Er mjólkurmálning örugg?

Já! Milk Paint er gerð úr 100% náttúrulegum hráefnum.  Þetta er duftkennd, eiturefnalaus vara sem hægt er að rekja aftur, alla leið til fornar listar og útskurðar. Hún er örugg fyrir barnahúsgögn og leikföng, að mála innandyra og að mála á meðgöngu. Hún er gerð úr einungis fimm hráefnum - leir, kalkstein, krít, casein (mjólkurprótin) og járn oxið sem litarefni.

.

4. Hver er munurinn á milk paint, chalk paint og kalkmálningu?

Þetta eru þrjár algjörlega sitthver gerðin af málningu þó oft sé chalk paint og kalkmálningu ruglað saman hér á landi.
Athugið að chalk paint og kalkmálning er ekki sama málningin. (chalk = krít)  Chalk paint er gjörólík hinni hefðbundnu aldargömlu kalkmálningu (lime paint á ensku) sem hefur lengi verið fáanleg hér á Íslandi.

Hér á eftir er þýddur listi yfir það sem er líkt og frábrugðið með milk paint og chalk paint. Báðar tegundir hafa sína kosti og galla og geta verið notaðar á ólíkan máta.



  • Milk paint kemur í duftformi og þarf að blanda við vatn. Chalk gerð af málningu er seld í venjulegu fljótandi formi.
  • Milk paint er ævaforn gerð af málningu. Chalk paint er tiltölulega ný gerð af málningu.
  • Milk paint bindur sig vel við hrátt yfirborð eins og hráann við og mun aldrei flagna af. Bættu Bindiefninu við milk paint og hún bindur sig við áður unnið yfirborð, létt yfirferð með sandpappír til að rispa yfirborðið mun líka hjálpa málninguni að binda sig. Chalk gerðir af málningu hafa frábæra viðloðun við allflest yfirborð án bindiefnis.
  • Milk paint sýnir viðaræðarnar  í gegnum málninguna í flestum tilfellum og getur einnig verið notuð sem bæs. Chalk gerð af málningu er þykkari og þekur yfirleitt viðaræðarnar.
  • Milk paint getur verið sjúskuð niður og/eða sprungin og bregst við sumu yfirborði með því að flagna og fá einkennandi gamalt útlit. Chalk gerðir af málningu er auðvelt að sjúska niður og springa en munu ekki flagna.
  • Milk paint er 100% náttúruleg málning, án allra aukaefna sem er algjörlega umhverfisvæn og eiturefnalaus.

Listinn hér að ofan er þýddur frá Miss mustard seeds og þar er ekki átt við kalkmálningu.
 viðbót:

  •  Kalkmálning er ævarforn, náttúruleg málning, oft seld í duftformi og mælt er með að grunna áður unnið yfirborð.
  • Milk paint er oftast notuð til að mála húsgögn, en hinsvegar er hægt að mála veggi og  panilklæðningar, trégólf og útipalla. Sterkari hefð er fyrir þvi að nota Kalkmálningu á veggi og er ævagömul hefð fyrir því að mála hús með kalkmálningu, hinsvegar er hún líka tilvalin til að mála húsgögn ofl.
  • Auðvelt er að sjúska kalkmálningu niður eins og hinar tvær, en hún flagnar ekki.
  • Allar þrjár gerðir eru með gamaldags matt yfirborð sem svo er hægt er að verja með vaxi svo auðveldara sé að þrífa flötin.

5. Hvernig á að blanda málninguna?

Það eru margar leiðir til þess að blanda milk paint, við erum með leiðbeningar um hvernig eigi að blanda hana og hvaða áferð að sækjast eftir. hinsvegar ráðleggjum við að gera litla prufu til að athuga hvort þú sért ánægð með blönduna. Milk paint getur verið eins og bæs eða alveg þekjandi eftir því hversu mikið vatn þú bætir í.
Fyrir þekjandi útlir: Blandið einn hluta af vatni á móti einum hluta af mjólkurmálningar dufti. Setjið fyrst vatnið í ílátið, bætið duftinu við og blandið með litum písk, rafmagns mjólkur froðara eða blandara. Fyrir súper slétta áferð, notið blandara fyrir bestan árangur, annars blandið með froðara eða písk í rúmlega 1-2 mínútur fyrir fíngerða blöndu. Látið standa í 10-15 mínútur. Blönduð mjólkurmálning ætti að hafa rjómakennda áferð fyrir þekjandi umferð. Þegar þú ert ánægð með þyktina, prófið smá prufu til að sjá hvort það sé rétta áferðin.  Ef pensillinn er stamur, er blandan of þykk og þú þarft að bæta við meira vatni. Ef prufan lekur og er of glær, bætið þá meira dufti samanvið. Jafnið eftir þörfum og byrjið að mála!
Athugið: að blanda mjólkurmálningu getur verið eins og að baka brauð og magnið af vatni sem þarf getur verið breytilegt eftir raka dagsins eða staðsetningu. Það getur líka verið breytilegt eftir því magni af litarefni sem er í hverjum lit.
Hér eru enn meiri ráð til að blanda málninguna – Mixing Milk Paint 101 
og hér er video:

 6. Hversu mikið er í einum pakka?

Það er háð yfirborðinu sem verið er að mála og hversu miklu vatni er bætt í þegar það er blandað. Hversu vel málningin þekur er öðruvísi á berum við og gljúpum  einsn og td furuhúsgögn, samanborið við glansandi, áður unnið yfirborð, sem gæti þurft bindiefni. Að meðallagi þekur einn liter af málningu ca 6.5fm. Ef ljós litur er málaður á dökkan flöt gæti þurft nokkrar umferðir. Dökkur litur þarf færri umferðir og dugar því meira.
Til dæmis gæti einn pakki dugað á stórann skenk/skáp. eða kommóðu og tvö hliðarborð.

7. Málningin mín er kekkjótt og ójöfn, er hún ónýt?

Flest þau vandamál sem kom upp varðandi áferð eru vegna þess hvernig mjólkurmálningin var blönduð. Góð blanda er lykillinn að fallegri áferð,  Vertu viss um að þú hrærir málninguna þar til allt duftið hefur verið leist upp. Litill pískur, mjólkur freyðari eða blandari eru góð verkfæri til að fá slétta áferð. látið málninguna standa í nokkrar mínútur eftir að þið hrærið til að leifa kalksteininum og leirnum að leysast almennilega upp. Ef þú ert að mála stórt verkefni, hrærðu upp í málninguni á nokkura mínútna fresti til að koma í veg fyrir að leirinn setjist og litarefnin skiljist og dífðu penslinum alla leið ofani botninn á ílátinu. Málninginn á yfirborðinu mun vera þynnri og gegnsærri, sérstaklega ef freyðari hefur verið notaður til að blanda málninguna. Örlítlir kekkir eru þó eðlilegir og munu oftast jafnast út þegar penslað er. Litilir kekkir og grófleiki í málninguna er hægt að slétta með fínum sandpappír þegar málningin er þurr og fá alveg sérstaklega mjúka og slétta áferð.
hér er  myndband um að blanda mjólkurmálningu með mini písk eða blandara.



8. þarf ég ekki að pússa vel og grunna áður en ég mála?

Nei,  þú getur einfaldlega blandað bindiefninu saman við allar umferðir af málningu fyrir hámarks bindingu við allt varið eða glansandi yfirborð. Ef þú vilt flagnað gamalt útlit, notið ekki bindiefnið og annað hvort pússið ekkert eða bara létt yfir, eftir því hversu mikið flagnað útlit þú vilt. mjólkurmálningin ein og sér bindur sig algjörlega við allt opið og gljúpt yfirborð. Það borgar sig hinsvegar alltaf að taka örfáar mínútúr í að renna létt yfir yfirborðið með sandpappír til að gefa málningu aukið grip.
  Sjáið meira um undirbúning fyrir milk paint. Milk paint 101: surface prep.

9. Hvenær ætti ég að nota bindiefnið?

Þegar yfirborðið hefur áður verið varið, málað með háglans málnigu eða lakkað,  veitir það mjólkurmálninguni viðnám og hún flagnar af ef hún nær ekki að binda sig eins og hún gerir á gljúpu yfirborði og hráum við. Hlutfallið af bindiefni er hægt að stilla af eftir því hversu varið eða glansandi hluturinn er sem verið er að mála. Notið ekki bindiefnið eða notið það einungis á vissum svæðum ef þið viljið fá "flagnað útlit" 
Munið að: það að mála áður varið yfirborð án þess að pússa og/eða nota bindiefnið er mjög óútreiknanlegt.
og video kennsla: 


10. Hvernig fæ ég svona flagnað útlit eða "chippy lúkk"?

Flagnað útlit er eitt af vinsælustu áferðunum með mjólkurmálninguni, en það getur verið dálítið trikkí að fá rétta flagnaða útlitið. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga þegar þú vilt ná fram þessu útliti:


  • Áferðin á því sem þú ert að mála: er það varið, glansandi eða málað? Ef það er hrár viður eða opið yfirborð, drekkur mjólkurmálningin sig í yfirborðið og mun ekki brotna eða flagna. Eithvað viðnám eins og bíflugnavaxið, olían eða vaxpökkurinn þarf að nota undir. 
  • Fráhrindandi yfirborð veitir mjólkurmálninguni viðnám. Þetta viðnám fær hana til að brotna og flagna. Það er mögulegt að málningin  flagni af nærri öllum hlutnum ef yfirborðið er of sleipt og hefur ekkert grip. Til að fá smá grip, pússið létt yfir til að rispa yfirborðið og sleppið svæðum sem þið viljið leifa málninguni að flagna..
  • Ef þú vilt vera viss um að yfirborðið hrindi mjólkurmálninguni frá á vissum svæðum, mælum við með því að prufa vissa aðverð með því að nota hemp olíu, vaxpökkin eða uppáhaldið okkar, 100% bíflugnavaxið. Þú einfaldlega berð vel af vaxi/olíu á þar sem þú vilt að málningin flagni. Berðu málninguna strax yfir allt yfirborðið, Málningin mun skilja sig þar sem vaxið var borið á. Ekki vinna málninguna of vel á þessi svæði. Þegar málningin þornar mun hún byrja að brotna og flagna. Þurkið af eða létt pússið af alla lausa málningu og verjið loks með Mms vaxi, olíu eða Tough coat.
  • Það getur tekið smá tilraunir til að komast uppá lagið en mjólkurmálningin er eina málningin sem getur fengið þetta einstaka gamla flagnaða útlit svo það er vel þess virði að láta reyna á það.

11. Hvernig vörn set ég svo yfir flagnaða málningu svo það flagni ekki meira?


Ef hluturinn flagnaði smá, öll laus málning hefur verið fjarlægð og restin hefur bundið sig vel við yfirborðið, mun vaxið okkar veita fallega og góða vörn. Hluturinn mun ekki halda áfram að flagna  nema mögulega að hann komist í mikið sólarljós eða mikinn hita.
 Mjög mikið flagnað yfirborð myndi þurfa umferð af Tough coat (vatnsþynnt matt akríl lakk). Notið ekki hamp olíu á þannig áferð þar sem olían gæti látið það flagna enn meir.

12. Hvernig fæ ég gamalt sprungið lúkk (cracled)?

Málaðu hlutinn og beindu hita  um leið (td með hárblásara eða hitabyssu) að þeim svæðum sem þú vilt að springi. Þetta er virkilega einföld leið til að fá sprungur án þess að þurfa að nota crackle efni. Málningin getur einnig sprungið ef þú málar úti  á heitum degi og lætur hana þorna í beinu sólarljósi.

13. Hvað er Hamp olía?

Hamp olían er vörn sem er gott val með vaxinu. Hún er náttúruleg, svo hún er frábær kostur fyrir fólk sem er viðkvæmd fyrir kemískum efnum.  Hamp olían er best þegar hún er borin á opin yfirborð (eins og hráan við, bæsaðan við eða mjólkur málaðann hráann við) hún mun drekka sig inní yfirborðið, og mynda varanlega vörn. Hún getur þó einnig verið borin á mjólkur málningu yfir gamalli vörn. Berið á með hreinum klút, þurkið burt alla umfram olíu.  Okkur finst best að nota örtrefja klúta í þetta! Þetta er einnig frábær vara til að endurnýja þurrann, þreyttann við, málm, leður og fl. Við erum alltaf að finna ný not fyrir hamp olíuna.


14. Hvað er Furniture vax?

Húsgagnavaxið er notað sem verndandi yfirborð. Það er svipað og aðrar gerðir af vaxi á markaðnum. nema það er kremkennt og næstum lyktarlaust.
Berið þunnt lag á hráann við, bæsaðan við eða máluð húsgögn með klút eða pensli. Pússið eða buffið eftir 5-10 mínútur. Berið á aðra umferð fyrir meiri gljáa og betri endingu. 

15. Er vaxið endingargóð vörn?

       Já, það er mjög endingargóð, þolanleg vörn. Ef það sést á því, bara rétt pússaðu yfir og bættu við umferð af vaxi. Ekki er nauðsynlegt að endurýja vörnina á öllum hlutnum. Ég hef það á mínu eldhúsborði og það hefur staðist álag af stórri fjölskyldu. 


16. Hver er munurinn á húsgagna vaxi og antík vaxi?

Í antík vaxið hefur verið bætt dökkum litarefnum sem mun láta málninguna dökkna og eldast. Húsgagnavaxið mun þorna alveg glært og gefa litnum þínum meiri dýpt þegar það þornar. Hérna eru blogpóstar um antík vaxiðhttp://missmustardseed.com/2013/06/painted-bar-stool-tutorial-part-2/http://missmustardseed.com/2013/06/antiquing-wax-tutorial/

17. Hvenær nota ég hemp oliu í staðin fyrir vaxið?

Eins og kemur fram hér að ofan, er Hamp olía 100% náttúruleg, svo hún er fullkomin vörn fyrir viðskiptavini sem nota mjólkurmálningu af því að hún er alveg náttúruleg. Hún er "food safe" vörn sem hægt er að nota á skurðarbretti, viðareldhúsbekki og eldhúsborð. Hamp olían er einnig betri kostur utandyra en vax, eftir að hafa náð að jafna sig alveg (ca 30dagar) ver hún og veðrast fallega. þó mæli ég frekar með Tung olíu utandyra til að standast veðuröflinn. Vax mun brotna niður og bráðna og verða skellótt í hitanum. Við mælum ekki með að vaxa hluti sem eiga að standa úti í hita, sól eða rigningu. 
Fyrir extra endingargoða vörn innandyra, berið á eina umferð af Hamp olíu og látið þorna (12 - 24klst),  bætið þá vaxi yfir. 
 Munið.... vax yfir olíu, aldrei olíu yfir vax!

18. Get ég notað vaxið yfir aðra málningu? eða notað annað vax yfir milk paint?

Já þú getur notað annað vax yfir mjólkurmálningu og þú getur notað Mms vaxið yfir akríl, chalk og kalk málningu, latex, bæsaðan við osfr

19. Hvað er tough coat og hvenær á að nota það?


Við mælum með Miss mustard seed´s Tough coat fyrir sérstök álags svæði. Það er mjög endingargott og vatnshelt.
Eldhús skápar eru gott dæmi..... þeir þurfa að þola mikið álag, vatn, fitu og óhreiningi. Vax og hamp olía hafa mjög góða vörn, en bæði þola aðeins mikla bleitu og sterk heimilisþrif í ákveðinn tíma. Því meira sem þú þrifur og skrúbbar skápana þína því hraðar mun vaxið og olían eyðast, þorna og mun þurfa að endurnyja.


20. Get ég málað við eins og tekk?

Hlutir úr við eins og tekki, eru erfiðastir að mála. Náttúrulegu olíurnar i þessum við er mjög liklegar til að blæða í gegn. Ef viðurinn lítur út fyrir að vera þurr eða veðraður, hafa olíurnar líklega þornað upp og þú lendir ekki í vandræðum með að mála. Þegar viðurinn virkar mjög mettaður er enn mikið af olíu í viðnum. Stundum hefur viðurinn verið olíuborinn reglulega og það þyðir enn meiri olíu. Þú getur komið í veg fyrir að það blæði í gegn með því að bera Mms tough coat á viðin áður en þú málar.

Þýtt frá missmustardseedsmilkpaint.com
Post Comment
Post a Comment

vertu velkominn á litla bloggið mitt og endilega skildu eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá hverjir koma hér inn og heyra hvað ykkur finst.

ps: ef þú ert ekki með account geturðu hakað við anonymous

Auto Post Signature

Auto Post  Signature